CARAT er sjálfhreinsandi og vatnsþynnanleg viðarvörn án leysiefna sem gerir viðarvörnina einstaka. Málningin sameinar hefðbundna viðarvörn við framúrskarandi nýsköpun og má þar helst nefna að ekki þarf að grunna flötinn áður en hún er notuð. CARAT hentar vel fyrir yfirborð sem verða fyrir miklu álagi vegna veðurs eins og raka, vindi og hitabreytingum og hentar því vel á t.d. handrið, girðingar og þakkanta.
Þú sparar tíma
Með CARAT olímálningunni þarftu aðeins 2 umferðir á allar tegundir viðaryfirborðs, hvort sem það er nýtt, grunnað eða málað með alkýði eða akrýlmálningu. Málningin inniheldur minna vatn en aðrar málningartegundir og mikið magn þurrefnis sem veldur því að málningin sest í þykkara lagi en venjuleg yfirborðsmálning. CARAT inniheldur einnig olíu sem smýgur inn í og verndar viðinn betur gegn raka en venjulegur grunnur sem verður til þess að ekki er nauðsynlegt að grunna yfirborðið áður. Við mælum þó með því að nota grunnolíu á enda og samskeyti sem verja þarf gegn rotnun og sveppamyndun.
Sjálfhreinsandi
CARAT olíumálningin er þróuð með sérstakri sjálfhreinsitækni í bland við endurteknar prófanir og endurgjafir frá viðskiptavinum. Yfirborð málningarinnar er þakið sérstöku lagi af örsmáum steinefnaögnum sem hrinda frá sér óhreinindum og mengun sem verður til þess að það er auðveldara að þrífa yfirborðið. Að auki þornar yfirborðið fyrr eftir bleytu sem minnkar hættuna á gróður- eða sveppamyndun.
Ver gegn gróðurmyndun
CARAT olímálningin inniheldur auka vörn gegn þörungavexti og myglu. Í samanburði við hefðbundna málningu þá þýðir það að hættan á gróður- og myglumyndun verður minni til langs tíma litið. Vörnin er í raun í þremur fösum þar sem fyrsti fasi virkjast strax þegar málað er og er viðurinn því varinn frá upphafi. Annar fasi samsvarar þeirri vörn sem finnst í hefðbundinni olíumálningu og virkjast þegar liðið er á fyrsta árið eftir að málað er. Þegar annar fasi er farinn að dvína virkjast þriðji fasi og veitir áframhaldandi vörn.
Með CARAT tryggirðu aðeins 2 umferðir (allt að 33% styttri vinnutími). Rakavarandi alkydolíur og örsmárar steinefnaagnir vernda yfirborðið gegn raka, myglu og hvers kyns óhreinindum sem heldur því hreinu og fersku í langan tíma!
Smelltu hér til að sjá nánar um Caparol Carat Olíu Akrýl Viðarvörnina