Að mála tréverk utandyra

Ísland er þekkt fyrir sína fjölbreyttu veðráttu og getur ýmislegt gengið á yfir vetrartímann svo að tréverkið láti á sjá að vori. Því er nauðsynlegt að meðhöndla viðinn með það að leiðarljósi að hann endist sem lengst. En áður en þú byrjar er gott að rannsaka í hvaða standi tréverkið er og meta síðan út frá því hvaða meðhöndlun og efni þú þarft.

Nýr ómeðhöndlaður viður:
Ein umferð af 130 B3 grunnolíunni til að koma í veg fyrir rotnun og sveppamyndun.
2-3 umferðir af hentugri viðarvörn. Við mælum með:
B&J B3 sem er glær vatnsþynnanleg viðarvörn

Gagnvarinn viður:
Hreinsa gamlar viðartrefjar og gráma af yfirborði. Hreinsa gróðurhúð af yfirborði. Við mælum með B&J B3 Micronil 126 hreinsiefni fyrir tréverk.
Ein umferð af B3 grunnolíunni til að koma í veg fyrir rotnun og sveppamyndun.
2-3 umferðir af hentugri viðarvörn. Athugið að viðurinn verður að alveg þurr áður en málað er. Við mælum með: 750 ect…..

Gamall illa farinn viður:
Hreinsa gamlar viðartrefjar og gráma af yfirborði
Hreinsa gróðurhúð af yfirborði. Við mælum með 126 Micronil eða 127 B3 Wood freshener.
Ein umferð af 130 B3 grunnolíunni til að koma í veg fyrir rotnun og sveppamyndun.
2-3 umferðir af hentugri viðarvörn. Við mælum með: 750 ect…..

Gamall málaður viður sem hefur verið viðarvarinn:
Hreinsa gróðurhúð og gráma af yfirborði. Við mælum með 126 Micronil eða 127 B3 Wood freshener.
Hreinsa með 110 Grunnhreinsi
Hreinsa lausa málningu og viðarvörn
Ein umferð af 130 B3 grunnolíunni til að koma í veg fyrir rotnun og sveppamyndun eða með viðarvörn
1-2 umferðir af hentugri viðarvörn.Við mælum með: 750 ect…..

Úr smiðju fagmannsins:
Góður undirbúningur er gulli betri
Það mikilvægt að hreinsa þá fleti sem á að mála eins og best verður á kosið fyrir alla meðhöndlun með efni.
Mikilvægt að hreinsa lausan og gráan (,,dauðan”) við í burtu.
Muna að grunna endana vel og vandlega óháð því hvort þeir verði málaðir eður ei til að koma í veg fyrir skemmdir.
Litlaus viðarvörn verndar ekki gegn útfjólubláum geislum sólarinnar.
Þegar þú notar 126 Micronil þarf það að fá að vera í 12 klukkustundir áður en það er þvegið.
Ef málað er með rúllu, muna þá að hafa lokaumferð með pensli
Skoðið og metið ástand viðarins á hverju ári.

Áður en hafist er handa er gott að hafa eftirfarandi við höndina:

  • 110 Grunnhreinsi
  • 126 Micronil
  • Pensla
  • Sandpappír
  • Sköfu
  • Svamp
  • Stífan bursta eða vírbursta
  • Terpentína
  • Góða skapið

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.