Beck & Jørgensen leggur áherslu á að vera leiðandi í tæknilegri framþróun og framleiðslu á umhverfis- og heilsuvænum málningarvörum.
Care 5 er handhafi umhverfisverðlauna Evrópusambandsins 2018 en verðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti fyrir vörur með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni í umhverfismálum. CARE 5 hefur einnig hlotið Bláa Kransinn frá dönsku astma og ofnæmis samtökunum (Astma-Allergi Denmark) og Svaninn sem er opinbert umhverfismerki Norðurlandana.
Til að vara geti hlotið Svansvottun þarf hún að fara í gegnum umfangsmikið vottunarferli til að tryggja að hún sé góð bæði fyrir heilsuna og umhverfið allt frá framleiðsluferli til förgunar.
Til þess að málning geti fengið vottun frá dönsku astama og ofnæmissamtökunum verður hún að uppfylla mjög ströng skilyrði fyrir málningu, þar sem þess er krafist að ekki megi bæta efnum við vöruna sem teljast ofnæmisvaldandi. Þess vegna inniheldur varan ekki MI(metýlísóþíasólínón) eða önnur rotvarnarefni og því einungis hægt að fá hana í stöðluðum hvítum lit þar sem litarefni innihalda rotvarnarefni. Að auki eru strangar kröfur um innihald ammoníaks og formaldehýðs. Þess má geta að CARE 5 er sem stendur eina málningin sem framleidd er í Danmörku sem uppfyllir ströng skilyrði Astma-Allergi Denmark fyrir málningarvörur.
CARE 5 er lyktarlítil og sterkbyggð mött akrýl-veggmálning sem uppfyllir kröfur Astma-ofnæmis samtaka Danmerkur fyrir ofnæmisvæna málningu. CARE 5 hentar flestum málningarverkefnum á heimilum, stofnunum og skrifstofubyggingum þar sem taka þarf tillit til fólks með t.d. ofnæmisvandamál án þess að skerða gæði málningunar. CARE 5 er loftslagprófuð til að henta skilyrðum innanhúss og er auðveld í yfirborðsþrifum.
Ítarlegri upplýsingar um vottunarferlin má nálgasta á Svanurinn og Blái Kransinn.