Farver
Málningarvörur
Um okkur
Farver er sérverslun með málningarvörur sem leggur áherslu á vandaðar og umhverfisvænar vörur sem nú þegar hafa fengið að reyna sig hjá okkar málarameisturum með góðum árangri.
Stærsti hluti af okkar vöruúrvali kemur frá danska fjölskyldufyrirtækinu Beck & Jorgensen sem hefur starfað í þrjár kynslóðir frá árinu 1892 við góðan orðstír. Fyrirtækið er þekkt á Norðurlöndum fyrir vandaðar vörur og góða þjónustu og leggur það mikinn metnað í sína framleiðslu í gegnum vöruþróun og gæðaeftirlit. Fyrirtækið er leiðandi aðili á dönskum málningarmarkaði í umhverfisvænum og heilsuvottuðum vörum og fengu sína fyrstu umhverfisvottun árið 1938. Í dag eru allar vörurnar frá Beck & Jorgensen umhverfisvottaðar og var fyrirtækið til að mynda fyrsta danska málningarfyrirtækið til að hljóta Blómið sem er opinbert merki Evrópusambandsins og gefur það neytendum færi á að kaupa visthæfar vörur. Öll vörulína Beck & Jorgensen er framleidd í Danmörku en fyrirtækið er með vandaða samstarfsaðila á Norðurlöndum og í Þýskalandi sem framleiða hágæðavörur. Meðal annars frá Caparol og handgerða pensla frá Guldberg. Vörur frá þessum aðilum ásamt fleirum góðum aðilum eru fáanlegar hjá Farver.
SÉRSTAÐA OKKAR
Farver leggur sig fram við að veita úrvals þjónustu við sína viðskiptavini hvort sem er í verslun eða á verkstað. Hjá Farver starfa málarameistarar með áratuga reynslu og þekkingu. Hægt er að fá vörurnar heimsendar og getur málarameistari komið og gefið ráðgjöf um efni og meðhöndlun vörunnar.
HAFÐU SAMBAND
Við leggjum upp með að vera í góðu sambandi við okkar viðskiptavini